Félagsfærni, Sjálfsefling

Hagnýt ráð til að kenna börnum með ADHD félagsfærni

Börn með ADHD eiga oft erfitt með samskipti sem getur valdið þeim og fjölskyldum þeirra mikilli vanlíðan. Þótt þau viti til hvers er ætlast af þeim, eiga þau oft erfitt með að sýna þá hegðun og þurfa því aðstoð til að öðlast betri félagsfærni. Heilsugæslan hefur gefið út hagnýt ráð fyrir kennara og skóla. 

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Sjálfsefling
Gerð efnis Verkefni
Markhópur Kennarar og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, samskipti, ADHD
  • Bæklingar ADHD samtakanna - ráðleggingar og verkfæri

    adhd_leikskolabaekl

    Hér er að finna bækling ADHD samtakanna þar sem hægt er að finna ítarlegar og góðar ráðleggingar fyrir starfsfólk leikskóla.

     

    adhd_utanskolastofunnar_islenska_0823

    Hér er að finna bækling ADHD samtakanna þar sem hægt er að finna góðar ráðleggingar til að aðstoða börn með ADHD utan skólastofunnar.

     

    Inni á síðu ADHD samtakanna er hægt að finna aragrúa af upplýsingum um ADHD á ýmsum tungumálum. Einnig er að finna upplýsingar um fræðslu og viðburði á vegum samtakanna.

Scroll to Top