Handbókin er einn afrakstur þróunarverkefnsins Föruneytið sem er samstarfsverkefni Tjarnarinnar, þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Lögreglunnar, Barnaverndar, Kringlumýrar, Ársels, Miðbergs, Gufunesbæjar og allra félagsmiðstöðva í borginni. Verkefnið hefur það að markmiði að efla félagslegt taumhald barna og unglinga.
Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Handbók um foreldrarölt
Tenging við menntastefnu
Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis
Fræðilegt, Ítarefni
Markhópur
Börn 12-16 ára, starfsfólk og foreldrar
Viðfangsefni
Andleg og félagsleg vellíðan, Samskipti, Samvinna
-
Í handbókinni er farið yfir hvers vegna foreldrarölt skiptir svona miklu máli, tillögur að skipulagi röltsins og upplýsingar um tengiliði. Markmiðið með þessari handbók er að foreldrar og forsjáraðilar verði öruggari í skipulagi og framkvæmd foreldraröltsins hafi aðgang að leiðarvísi fyrir þetta mikilvæga starf. Foreldraröltið tengir saman foreldra, styrkir þau í hlutverkinu sínu og býr til öruggara hverfi fyrir börnin og unglingana til að alast upp í.