Læsi, Sjálfsefling

Heimamál – tungumálavikur

Heimamál er það tungumál sem barn talar á heimili sínu. Í tungumálavikum eru heimamál barna og kennara tekin fyrir í leikskólanum. Þá er sjónum beint að einu tungumáli í hverri viku. Hugmyndin á bak við tungumál vikunnar er að hvert tungumál fái rými í skipulagi leikskólans. Áhersla er á að kenna íslensku í leikskólanum en um leið sýna að heimamál allra barna séu virt og velkomin í leikskólanum.

Tenging við menntastefnu Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Verkefni
Markhópur 1-6 ára börn
Viðfangsefni Íslenska sem annað mál, læsi, samskipti, sjálfsmynd, andleg og félagsleg vellíðan, jafnrétti
  • Tungumál vikunnar
    Í tungumálavikunum er heilsað og kvatt á tungumáli vikunnar, nokkur orð lærð á tungumálinu og/eða lag, gjarnan í samverustundum og við matarborðið en líka fyrir utan það. Foreldrar eru hvattir til þess að koma og lesa fyrir börnin, kenna þeim lag, telja á tungumálinu eða hvað sem þeim dettur í hug. Börnin eru líka hvött til þess að koma með bækur á sínu heimamáli í leikskólann. Hægt er að tengja heimamál barna við þemavinnu, svo sem ævintýri. Mikilvægt er fyrir sjálfsmynd barna að heimamál þeirra sé virt og velkomið. Merkingar á umhverfi Kennarar kynna tungumálið, fá upplýsingar frá foreldrum um hvernig orð eins og fataklefi, salerni, listasmiðja, eldhús, góðan dag, bless, takk og velkomin eru skrifuð á tungumálinu og merkja umhverfið. Börnin geta tekið virkan þátt í því að undirbúa og hengja upp merkingar. Með þátttöku barna getur áhugi þeirra á mismunandi ritmáli kviknað. Hægt er að vekja áhuga barna með íslensku að móðurmáli á mismunandi tungumálum. Hvaða tungumál tala foreldrar þeirra eða amma og afi? Tungumál vikunnar varð til í tengslum við þróunarverkefnið Töfrandi tungumál í leikskólanum Miðborg.

Scroll to Top
Scroll to Top