Með heimamenningu er átt við persónulega menningu, hvað er mikilvægt fyrir okkur sjálf og hverjir eru styrkleikar okkar.
Heimamenningarverkefni
Börnin fá karton með sér heim og börn og foreldrar vinna saman að því að búa til veggspjald um hvað börnin vilja sýna að heiman. Þau geta teiknað myndir, notað ljósmyndir, fengið aðstoð við að skrifa við myndirnar. Veggspjöldin gefa tækifæri til samskipta um ólíka heimamenningu barna.