Á vef Menntarúv og Krakkarúv er að vinna mjög góða sjónvarpsþætti þar sem Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Heimsmarkmið – Sjónvarpsþættir
-
Markmið 1 - Engin fátækt
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6i
Rætt er um fátækt og sárafátækt í heiminum og á Íslandi og hvernig við getum unnið okkur upp úr henni í sameiningu. Það sem er svo frábært við heimsmarkmiðin er að þau tengjast innbyrðis svo ef við tryggjum t.d. menntun fyrir alla sem, er markmið fjögur, þá minnkar fátækt og hungur í heiminum. Við ræðum við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og færumst nær heimshetjunni.
-
Markmið 2 - Ekkert hungur
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6j
Það kannast allir við það að verða stundum svangir . Það er alveg ferlegt. Í þættinum í dag kynnumst við orðinu fæðuóöryggi sem er notað þegar einhver veit ekki hvort eða hvenær hann fær næstu máltíð . Við fræðumst um Dr. Norman E. Borlaug sem bjargaði milljónum frá hungursneyð með því að finna upp nýja korntegund. Við getum nefnilega öll lagt okkar af mörkum.
-
Markmið 3 - Heilsa og vellíðan
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6k
Það eru mannréttindi okkar að hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu en það er alls ekki þannig að allir hafi aðgang að henni. Ímyndið ykkur bara að komast ekki til læknis þegar þarf eða upp á slysó ef þið fótbrotnið eða dettið á hausinn. Okkur á Íslandi finnst þetta sjálfsagt mál, við erum heppin, en þetta er alls ekki svona í öllum löndum. Svo er líka nauðsynlegt að hlúa að andlegu heilsunni og t.d. tala um tilfinningar okkar. Það á ekkert okkar að burðast eitt með áhyggjur heimsins.
-
Markmið 4 - Menntun fyrir alla
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6l
Það eru mannréttindi okkar að hafa aðgang að menntun.
-
Markmið 5 - Jafnrétti kynjanna
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6m
Finnst þér að allir ættu að fá jöfn laun fyrir sömu vinnu? Já það finnst okkur líka. En fyrst við erum að ræða þetta þá er það nú sennilega ekki þannig. Við skoðum hvernig ástandið er á Íslandi og í öðrum löndum. Svo hafa stelpur í mörgum löndum ekki sömu tækifæri og strákar til að fara í skóla. Það er agalegt og mjög mikilvægt að breyta því. Við förum yfir málið í þætti dagsins, heyrum söguna hennar Malölu Yousafzai sem berst fyrir menntun stelpna og færumst nær heimshetjunni á hetjuskalanum okkar.
-
Markmið 6 - Hreint vatn og hreinlætisaðstaða
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6n
Ímyndaðu þér í smástund að þú getir ekki farið í næsta krana og fengið þér vatn að drekka. Það er skrítið fyrir okkur á Íslandi að hugsa um að við gætum ekki fengið ískalt ferskt vatn þegar okkur langar. En þetta er staðreynd fyrir alveg svakalega marga í heiminum í dag og þessu þarf að breyta. Það getur verið lífshættulegt að hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða hreinlætisaðstöðu. Hvernig er hægt að berjast við heimsfaraldur eins og COVID-19 ef vatn og sápa er hvergi nærri? En hvað er hægt að gera? Við förum yfir málið í þætti dagsins.
-
Markmið 7 - sjálfbær orka
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6o
Munið þið í fyrsta þætti þegar við fórum vel yfir hvað sjálfbærni er. Það skiptir öllu máli að við skiljum það til að skilja þetta markmið. Sjálfbær orka og sjálfbærir orkugjafar skipta gríðarlega miklu máli þegar við hugsum um loftslagsbreytingar svo þetta markmið tengist markmiði númer 13 mjög mikið. En við eigum ennþá mikla vinnu fyrir höndum. Margir íbúar jarðarinnar hafa ekki aðgang að rafmagni eða interneti og það býr til ójöfnuð, þ.e. ójöfn tækifæri. Við förum betur yfir það í þætti 10. Við kynnum okkur málið í þættinum í dag og vonandi kemur súra skýið ekki með neina athugasemd í þetta sinn.
-
Markmið 8 - Góð atvinna og hagvöxtur
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6p
Hvað er hagvöxtur? Dídí ætlar að útskýra það fyrir okkur í þættinum í dag. Hagvöxtur er mikilvægur í samfélaginu svo allir hafi vinnu. En ef við framleiðum of mikið getum við farið að ganga of mikið á náttúruauðlindir heimsins og þá erum við ekki sjálfbær – munið þið, þetta snýst allt um sjálfbærni og jafnvægi. Við kynnum okkur grænt hagkerfi og af hverju það er mikilvægt.
-
Markmið 9 - nýsköpun og uppbygging
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6q
Manneskjan er mest skapandi lífveran á jörðinni. Við höfum allt sem við þurfum til að leysa þau vandamál sem koma upp og þurfum á nýsköpun að halda, til dæmis til þessa að leysa ný viðfangsefni? sem koma upp. Ný viðfangsefni? kalla á nýjar lausnir. Við stöndum t.d. frammi fyrir risastóru verkefni sem er að leysa loftslagsvandann og þar þurfum við skapandi lausnir.
-
Markmið 10 - aukinn jöfnuður
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6r
Við eigum öll rétt á jöfnum tækifærum í lífinu. Ímyndaðu þér til dæmis ef þú værir að spila Lúdó við besta vin þinn og hann væri með tening með sex á öllum hliðum og þú með tening bara með einum á öllum hliðum. Þetta væri ekki sanngjarnt og allar líkur á því að vini þínum myndi ganga mun betur í spilinu. Svona er líka hægt að horfa á heiminn og tækifærin sem krakkar hafa til að lifa góðu lífi og láta drauma sína rætast – það er ekki jafnt gefið og því þarf að breyta.
-
Markmið 11 - Sjálfbærar borgir og samfélög
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6s
Sjálfbærni! Aftur kemur þetta orð fyrir. Það er vegna þess að sjálfbærni er mjög mikilvæg og það skiptir miklu máli að borgirnar okkar verði sjálfbærar. Það býr svo margt fólk í borgum og við verðum að finna lausnir á ýmsum vandamálum sem fylgja því að búa í stórum borgum. Við verðum meðal annars að minnka mengun og bæta aðstæður fólks sem býr í fátækari hverfum borga.
-
Markmið 12 - ábyrg neysla og framleiðsla
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6t
Vissir þú að átta milljónum tonna af plasti er hent í sjóinn á hverju ári? Átta milljón tonn! Það er svakalega mikið! Við verðum að gera eitthvað í þessu því þessi hegðun okkar er að eyðileggja lífríkið í sjónum. Besta leiðin er að horfa á hvað við erum að kaupa og hvernig við losum okkur við það. Það skiptir máli hvað þú gerir! Margt smátt gerir eitt stórt.
-
Markmið 13 - aðgerðir í loftslagsmálum
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6u
Markmið um aðgerðir í loftslagsmálum eru mjög mikilvæg og í þættinum förum við yfir það helsta sem hægt er að gera og hvað við getum gert. Stundum finnst okkur vandamálin svo stór að okkur finnst við ekki geta gert neitt til að hjálpa en sjáiði t.d. Gretu Thunberg sem hefur heldur betur látið í sér heyra og lagt sitt af mörkum varðandi loftslagsmálin.
-
Markmið 14 - líf í vatni
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6v
Fjórtánda heimsmarkmiðið snýst um að vernda lífríkið í sjónum og vötnum heimsins. Þar er fjölbreytt lífríki og sjórinn hjálpar okkur að losa okkur við koltvísýring úr andrúmsloftinu. Við fáum mikið af okkar fæðu úr sjónum en það þarf að passa að ofveiða ekki fiskinn og menga ekki sjóinn því þá mengum við matinn okkar og dýrategundir geta dáið út.
-
Markmið 15 - Líf á landi
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum70
Heimsmarkmið 15 Frumskógar heimsins eru stundum kallaðir lungu jarðarinnar því þeir draga til sín svo mikið af koltvísýringi úr andrúmsloftinu. Við mannfólkið erum aftur á móti að eyðileggja þessa frumskóga með því að höggva niður trén á ógnarhraða. Vegna þess missa dýr heimili sín og margar plöntutegundir eru í útrýmingarhættu. En hvað getum við gert?
-
Markmið 16 - Friður og réttlæti
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum71
Heimsmarkmið 16 Friður og réttlæti stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla menn, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla menn á öllum sviðum.
-
Markmið 17 - Samvinna um markmiðin
📺 https://www.ruv.is/menntaruv/spila/heimsmarkmid/31453/9bum6h
Við kynnum okkur markmið númer 17 – samvinnu um markmiðin. Þetta er mjög mikilvægt markmið því ekkert okkar bjargar heiminum einsamalt, það gengur alla vega töluvert hraðar ef við gerum þetta saman. Dídí útskrýrir fyrir okkur hvað sjálfbærni er og af hverju sjálfbærni er svona mikilvæg. Letihetjan er kynnt til sögunnar og ferðalag okkar í átt að heimshetjunni hefst.