Félagsfærni

Hinsegin verkefni

Nokkur fjölbreytt hinsegin verkefni, til að mynda um birtingarmyndir hinsegin fólks í teiknimyndum og íþróttum. Hægt er að nýta þetta verkefni í hinsegin fræðslu, félagsfræði, kynfræðslu, jafnréttisfræðslu og fl.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni
Gerð efnis Verkefni
Markhópur 13-16 ára
Viðfangsefni Jafnrétti, Mannréttindi, Sjálfsmynd, Hinsegin
 • Verkefni um hinseginleikann

  Nemendur velja sér eitt málefni og fjalla um – stuðst er við minnst tvær heimildir og þeirra getið í lok verkefnis:
  1. Birtingarmyndir hinsegin fólk í teiknimyndum. Hér er gagnlegt að vera með skýran fókus eins og til dæmis Disney myndir.
  Hér er góð og áhugaverð heimild

  2. Birtingarmyndir hinsegin fólks í íþróttum, hér er áhugavert að fjalla um Caster Semenya

  3. Löggjöf um INTERSEX á Íslandi og umfjöllun um intersex,  t.d. hægt að skoða  heimasíðu Amnesty .

  4. Staða hinsegin baráttunnar í Póllandi, áhugaverða heimild er hér að finna. 

  5. Fjallið um síðuna Ö til A , takið fyrir grunninn og vísið í það sem fellur undir regnhlífina.

  6. Fjallið um TRANS-réttindi og stöðu trans-umræðunnar, hér gæti verið gagnleg heimild. 

  7. Takið fyrir hvernig samkynhneigð birtist í meginstraums menningu (e. mainstream media), hér gætu þið fjallað um Æði, eða Lil Nas X eða hvernig „hómófóbía“ birtist í rapp eða öðru.

  Hvernig þarf verkefnið að vera?

  1. Fjallið í fyrstu almennt um efnið – hér skilgreinið þið hugtök og annað

  2. Í framhaldi fjallið þið um efnið sjálft, byrjið á því almenna og heimildunum

  3. Síðan er það hvernig þið sjáið þetta

  4. Í lokin dragi þið saman

  5. Notið myndir og annað skemmtilegt til þess að gefa efninu líf.

Scroll to Top