Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Hlaðvarpsklúbbur

Auðvelt er fyrir börn að búa til áhugaverðan hlaðvarpsþátt með þeirri tækni sem fyrirfinnst. Þau geta flutt pistil, tekið viðtöl, spjallað um málefni líðandi stundar og valið sér lög til þess að spila í þættinum. Auðvelt er að taka upp efnið með hinum ýmsu tækjum og klippa það, t.d. í smáforritinu Anchor.

Hlaðvarpsklúbbur

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur &-16 ára
Viðfangsefni Barnasáttmálinn, Barnamenning, Lýðræði, Læsi og samskipti, Samskipti, Samvinna, Sjálfstraust, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Talað mál, hlustun og áhorf, Umræður. Frístundalæsi.
  • Fyrsta skrefið er að huga að uppbyggingu þáttarins,  ákveða um hvað hann á að vera og hvað á að koma fram í honum. Þegar dagskráin hefur verið ákveðin í samráði við börnin er hægt að byrja að taka upp. Ef um reglubundin hlaðvarpsþátt er að ræða er best að byrja á því að taka upp þá hluta sem munu koma fyrir í hverjum þætti svo sem upphafsstef eða ávarp og lokastef eða lokaorð.

    Hægt er að taka einn hljóðbút upp í einu og þá lagfæra og færa til klippt efni/dagskráliði. Þegar allt efni hefur verið tekið upp er hægt að hefjast handa við eftirvinnslu. Setja má inn ýmis hljóð og stef auk þess sem hægt er að velja skemmtilega tónlist til þess að brjóta upp þáttinn. Þegar þátturinn er tilbúinn er hægt að hlaða honum upp á netið. Ef þættinum er hlaðið upp á hlaðvarpsrás er gott að hafa  í huga að aðgangurinn er opinn og því vert að forðast viðkvæm málefni og full nöfn barnanna.

    Hlaðvarp fyrir krakka hjá Borgarbókasafni. 

     

Scroll to Top
Scroll to Top