Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Hlustum – landsátak um bætta líðan barna

Merki verkefnisins Ert þú að hlusta? Landsátak um bætta líðan barnaVerkefnið Hlustum.is snýst um að koma á vitundarvakningu um vernd barna gegn ofbeldi og forvarnir innan fjölskyldna, með því að hvetja foreldra og aðra fullorðna til að hlusta á börn og skapa aðstæður í lífi barna svo þau megi og geti alltaf treyst foreldrum eða öðrum nákomnum, geti talað við þá um hvaðeina, gleði og sorgir, tilhlökkun og áhyggjur.

Ein mikilvægasta forvörnin sem þekkt er, er að börn hafi tækifæri til að segja frá þegar þau upplifir eitthvað óvenjulegt eða erfitt. Á vefsíðunni hlustum.is er að finna ýmis góð ráð, miðla, leiki, tengla og samveruhugmyndir sem hjálpa fullorðnum einstaklingum við að gefa börnum tækifæri til að segja frá.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Kveikjur, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Barnasáttmálinn, Forvarnir, Samskipti, Seigla/þrautseigja, Sjálfsmynd, Sjálfstraust
Scroll to Top
Scroll to Top