Félagsfærni

Ígrundun um hinsegin og karlmennskuna

Nokkrar spurningar til að koma af stað umræðum um hinsegin málefni og karlmennskuna. Kveikja og verkefni í kynja- og hinseginfræðum.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni
Gerð efnis Verkefni
Markhópur 13-16 ára
Viðfangsefni Jafnrétti, Mannréttindi, Sjálfsmynd, Staðalmyndir, Hinsegin, Karlmennska
 • Ígrundun um hinsegin

  1. Útskýrðu gagnkynhneigt forræði (gagnkynhneigð viðmið) og hvaða þýðingu það hefur fyrir hinsegin fólk.

  2. Til hvers þarf öll þessi hinsegin hugtök? Hvaða tilgangi þjóna þau?

  3. Hver er munurinn á klæðskiptingi og drag?

  Ígrundun um karlmennsku

  1. Hvernig er æskileg/heilbrigð karlmennska í þínum huga?

  2. Hvað er skaðleg karlmennska? – hvernig birtist hún?

  3. Af hverju er líklegt að fólk reiðist þegar skaðleg karlmennska er gagnrýnd?

  4. Hvað finnst þér um þetta allt. Hvernig líður þér að tala um karlmennskuna?

Scroll to Top
Scroll to Top