Læsi, Sköpun

Íslenskufjórþrautin

Hugmyndir að leikjum sem hægt væri að nota í íslenskukennslu

Tenging við menntastefnu Læsi, Sköpun
Gerð efnis Fræðilegt, Kveikjur, Verkefni
Markhópur Börn á grunnskólaaldri, íslenskukennsla
Viðfangsefni Lestur og bókmenntir, Læsi og samskipti, Ritun og málfræði, Samvinna, Seigla/þrautseigja, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Talað mál, hlustun og áhorf
  • 👆 Smelltu á myndina til að sjá hana stærri 👆

    Fátt er betra en að læra gegnum leik. Því ekki að blása til Íslenskufjórþrautar! Hægt er skipta bekknum upp í lið eða vera með einstaklingskeppni. Það er líka hægt að keppa sem heild en þá er bekkur inn saman að reyna ná X mörgum stigum sem kennarinn setur. Kennarinn velur hvaða íslenskugreinum er keppt í en nokkrar hugmyndir eru á teikningunni og fleiri:

    • Spurningakeppni. T.d. Hvað þýðir orðið? Eða hvernig fallbeygist orðið X í eignarfalli, eintölu, þátíð með greini? Hvað geturðu búið til mörg orð úr þessum stöfum? (Hægt að fá innblástur úr Kappsmál á RÚV).
    • Para saman orð. Orðapörin geta t.d. verið ný-gömul með sömu merkingu (hosur-sokkar), andstæður, samhverfur, orð úr sömu bókstöfunum eða úr sama ævintýrinu.
    • Útskýra orð með teikningu og sjá hvaða snilld kemur úr því. Gætu verið stig eftir því hvað teikningin er nærri lagi eða sniðug.
    • Hvert er lagið? Kennarinn snarar texta úr lagi sem krakkarnir þekkja (hægt að nota google translate) úr ensku yfir á íslensku eða öfugt og láta þau giska á hvert lagið er.
    • Velja forskeyti eða nokkra stafi og reyna finna eins mörg orð og hægt er sem byrja á því (t.d. um- eða ör-, umhyggja, umtalsvert, umla).
    • Finna upp á nýyrðum fyrir orð sem eru bara til á ensku t.d. Airpods. Eftir keppnina er síðan hægt að senda bestu tillögurnar á nyyrði.arnastofnun.is.
Scroll to Top