Heilbrigði, Sjálfsefling

Jóga, hugleiðsla, slökun og núvitund á miðstigi

Hér er að finna myndband um jógaverkefni á miðstigi í Melaskóla sem fór fram skólaárið 2021-2022 sem aðrir geta nýtt sér til að innleiða kennslu í jóga, slökun, núvitund og hugleiðslu fyrir börn.

 

Tenging við menntastefnu Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Myndbönd, Verkefni
Markhópur 9-12 ára
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, líkamleg færni, lífs- og neysluvenjur, sjálfstraust og efling styrkleika.
  • Í myndbandinu er farið yfir aðferðir sem notaðar voru við jóga- og hugleiðslukennsluna sem fram fór í Melaskóla. Börnin gátu skráð sig til þáttöku í gegnum QR-kóða sem var að finna hér og þar um skólann. Í lok myndbandsins segja nemendur frá sinni reynslu af þátttöku í verkefninu sem fékk þróunarstyrk frá skóla- og frístundaráði. Umsjón með verkefninu hafði Klaudia Migdal, grunnskólakennari og jógakennari.

Scroll to Top