Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Jógaklúbbur

Börn taka því yfirleitt vel að fara í jóga eða stofna klúbb um slíka ástundun. Oft er mannauðurinn nýttur og einhver sem kann til verka fenginn til að leiða jógatíma með börnunum.

Jógaklúbbur 

 

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni, Kveikjur, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur 4-9 ára börn,
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Barnamenning, Líkamsímynd/líkamsvirðing, Líkamleg færni, Læsi og samskipti, Samskipti, Sjálfsmynd, Sjálfstraust, Skapandi hugsun, Styrkleikar, Talað mál, hlustun og áhorf, Umræður, Frístundalæsi.
  • Í upphafi Jógaklúbbsins er gott að byrja á því að dempa ljós og spila rólega tónlist. Því næst fá allir sína dýnu og liggja á þeim í um það bil 5 mínútur. Síðan er farið í fjölbreyttar æfingar og teygjur með börnunum. Gott er að sýna þeim hvernig hver æfing er og ganga síðan á milli barna og aðstoða þau. Einnig er hægt að hafa hangandi uppi myndir af helstu jógateygjum og/eða æfingum.

    Undir lok tímans er aftur farið í slökun þar sem börnin liggja á dýnunum sínum og þau hvött til þess að segja að minnsta kosti einn jákvæðan hlut við sjálfan sig. Fallegt er að enda jógaklúbbinn á því að frístundaleiðbeinandinn/ráðgjafinn segir við börnin ,,Það góða í mér mætir því góða í þér”. Þá eru einnig til mörg smáforrit þar sem hægt er að finna skemmtilegar æfingar sem börnin ráða við. Smáforritið Super Stretch getur verið gott að hafa til hliðsjónar í gegnum fjölbreyttar jógaæfingar, öndunaræfingar og slökun. Einnig er hægt að fara með börnunum í dýrajóga, þar sem að þau beygja sig og sveigja eins og dýr við ljúfa tónlist.

Scroll to Top