Kennsluhugmynd um hvernig skoða má áhrif karlmennskuímynda og kvenleika á hegðun ungmenna í ákveðnum aðstæðum.
Félagsfærni
Karlmennska og kvenleiki – ímyndir og áhrif
Tenging við menntastefnu
Félagsfærni
Gerð efnis
Verkefni
Markhópur
9-16 ára nemendur og starfsfólk
Viðfangsefni
Andleg og félagsleg vellíðan, Jafnrétti, Kynheilbrigði, Líkamsímynd/líkamsvirðing, Samskipti, Staðalmyndir
-
Áhrif karlmennskuímynda og kvenleika á hegðun ungmenna í ákveðnum aðstæðum s.s. á stefnumóti, í skólanum (í frímínútum), í íþróttum osfv.
Tvö blöð karlmennska/kvenleiki.
- Biðja nemendur að skrifa niður allt sem þeim dettur í hug sem tengist þessum hugtökum eða varpa upp á skjá t.d. á slido.com …biðja nemendur að svara í símanum Skoða orðin, eru þau jákvæð eða neikvæð. Hvernig og í hvaða aðstæðum geta þau verið sérstaklega jákvæð eða sérstaklega neikvæð? Hvaða orð eru notuð yfir þá sem ekki uppfylla „skilyrði“ karlmennsku eða kvenleika (aumingjar, lessur, hommar, tíkur)?
- Para nemendum saman í litla hópa, hver hópur fær dæmi um aðstæður (stefnumót, partý, frímínútur, í vinnuskólanum o.s.frv.). Hvernig birtast kynjaðar hugmyndir þar? Hvernig eru óskráðu reglurnar, hver má gera hvað og hver ekki? Hvers er ætlast til af þeim? (Dæmi: hvernig ættu þau að líta út, hverjir stjórna umræðum, hver tekur fyrsta skrefið, hver er óvirkur)