Læsi

Það kemur SAGA út úr mér – Kennslubók í lestri eftir Herdísi Egilsdóttur

Bók og vefur fyrir alla sem vilja leggja sitt af mörkum til að stuðla að læsi barna. Í bókinni eru leiðbeiningar og skýringar á því hvernig beita skal hljóðlestraraðferð sem byggt er á.
Ísak Jónsson skólastjóri innleiddi þá aðferð hér á landi árið 1926. Herdís Egilsdóttirm höfundur bókarinar og kennari og rithöfundur hefur kennt mörg hundruð börnum að lesa með þessari aðferð á þeim 45 árum sem hún kenndi við Skóla Ísaks Jónssonar.

Í bókinni og á vefnum eru ítarlegar leiðbeiningar og skýringar. Einnig er þar allur sá efniviður sem kennarinn þarf til lestrarkennslunnar. Hljóðsögur eru með hverjum staf og myndir, spurningar tengdar hljóðsögunni og hugmyndir að því hvernig best er að ræða við börnin og gera námið að skemmtilegum leik. Einnig vísur um hvern staf sem gaman er að syngja og stutt lesdæmi.

Tenging við menntastefnu Læsi
Gerð efnis Ítarefni, Kveikjur, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur 4-9 ára börn,
Viðfangsefni Íslenska sem annað mál, læsi, samskipti, ritun og málfræði
Scroll to Top