Klúbbastarfshjálparinn: Handbók fyrir starfsmenn

Klúbbastarfhjálparinn er handbók sem ætlað er að veita starfsfólki frístundaheimila og félagsmiðstöðva innblástur til að nýta áhugamál, styrkleika og sérþekkingu sína í starfi. Þegar starfsfólkið nýtir þekkingu sína og styrkleika fær það tækifæri til að hafa áhrif á starf sitt og ýtir undir virka þátttöku í starfi.
Að skipuleggja og setja upp klúbba- eða hópastarf getur reynst flókið og jafnvel erfitt fyrir marga. Handbókin er gerð til þess að auðvelda einstaklingum í frístundastarfi við að skipuleggja klúbb sem að þau hafa áhuga á og vilja framkvæma með börnum og unglingum. Með því að nýta áhugamál sín og styrkleika eru þau að smita frá sér áhuga til þeirra sem sækja starf frístundaheimila og félagsmiðstöðva og ýta undir þátttöku þeirra og fjölbreytni í starfinu.

Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Markmiðasetning, Nýsköpun, Samvinna, Sjálfstraust, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Styrkleikar, Áhugamál
  • Klúbbastarfshjálparinn

    Klúbbastarfshjálparinn var búin til til þess að auðvelda starfsfólki að koma með fjölbreyttar hugmyndir af klúbbum og afþreyingum með því að nýta áhugamál sín, sérþekkingu og styrkleika. Farið er í tilgang og mikilvægi klúbbastarfs í frístundastarfi og fær hann starfsfólk til að ígrunda með sér hvað þeim langar að gera í vinnunni með börnum/unglingum. Einnig eru dæmi um auðveldar leiðir um uppsetningu klúbbastarfs, þótt það séu smiðjur sem eru nýttar sjaldan eða langvarandi klúbbur með áherslu á afurð t.d. föndur, kvikmyndagerð, leiklist, podkast, tónlist eða fleira.

    Download the PDF file .