Rafræn handbók á vef Menntamálastofnunar sem inniheldur fjölmörg verkefni sem hægt er að styðjast við í fræðslu um mannréttindi.
Mikilvægi mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk verður sífellt ljósara, ekki aðeins sakir þess að hún skiptir miklu fyrir samfélagið, heldur einnig vegna þess að ungt fólk kann að meta verkefni af þessu tagi og nýtur góðs af þeim. Þjóðfélög samtímans, og einkum unga kynslóðin, standa æ oftar frammi fyrir félagslegri einangrun vegna trúarbragða eða þjóðernis og ókostum – og kostum – aukinnar hnattvæðingar. Mannréttindafræðsla tekur á þessum mikilvægu málum og getur stuðlað að skilningi á mismunandi trúarskoðunum, viðhorfum og lífsgildum í fjölmenningarsamfélögum nútímans. Hún auðveldar einstaklingum að nýta sér slíkan mun á jákvæðan hátt .