Á vefnum Kvikmyndir fyrir alla má finna fyrirlestra og frásagnir frá framúrskarandi fagfólki í kvikmyndagerð um ólík hlutverk kvikmyndagerðar: Leikstjórn, klipping, tónlist, handrit, kvikmyndatökur. Einnig má finna kennslumyndbönd um kvikmyndagerð undir flokknum kennslumyndbönd fyrir alla.
Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Kvikmyndir fyrir alla
Tenging við menntastefnu
Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis
Fræðilegt, Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd
Markhópur
9-12 ára, 13-16 ára
Viðfangsefni
Barnamenning, Fjarnám, Lýðræði, Læsi og samskipti, Nýsköpun, Samvinna, Sjálfsnám, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Talað mál, hlustun og áhorf
-
Vefurinn inniheldur fræðslu í myndbandaformi um handrit og undirbúning, upptökur og eftirvinnslu en einnig talað við þekkt kvikmyndagerðarfólk eins og Hildi Guðna kvikmyndatónlistarkonu og Óskarsverðlaunahafa, Baldvin Z leiksstjóra, Bergstein Björgúlfsson kvikmyndatökustjóra, Elísabet Ronaldsdóttur klippara, Gunnar Árnason hljóðmann og Ísold Uggadóttur handritshöfund og leikstjóra. Þarna má líka finna kennslumyndband fyrir kennslu í kvikmyndagerð eftir Björgvin Ívar Guðbrandsson.