Á vef Menntamálastofnunar má finna námsefnið Kynlíf – kynfræðsla fyrir ungt fólk – kennsluleiðbeiningar.
Í námsefninu er lögð áhersla á félagslega og tilfinningalega þætti en jafnframt fjallað um líffræðilegar hliðar kynþroskans. Notast er við aðferðir „skemmtimenntar“ (edutainment) þar sem menning og miðlar markhópsins eru notaðir til að koma efninu til skila.
Námsefnið hefur fengið nafnið Kynlíf sem vísar til hinnar víðu merkingar orðsins sem hefur rutt sér til rúms undanfarin ár meðal kynfræðinga og samræmist notkun hugtaksins „sexuality“ á ensku.