Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling

Kynning á samskiptaforritinu Snap Core First

Tjáskiptaforritið Snap Core First hefur verið staðfært fyrir íslenska notendur. Forritið er notað í Windows spjaldtölvum og augnstýritölvum.
Í Klettaskóla eru nemendur að tileinka sér notkun þessa forrits og margir þeirra hafa tekið miklum framförum í tjáningu.

Umsjónarkennarar 1. bekkjar í Klettaskóla segja hér frá hvernig þeir nota forritið, m.a. til að leggja inn kjarnaorð og nota í samverustundum og í daglegu starfi í skólanum.
Snap Core First getur virkað vel fyrir nemendur sem eru með íslensku sem annað mál, tvítyngd börn og alla nemendur sem af einhverjum ástæðum geta ekki/eiga erfitt með að tjá sig.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd
Markhópur 3-16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni Læsi og samskipti, Ritun og málfræði, Samskipti, Samvinna, Seigla/þrautseigja, Sjálfsmynd, Sjálfstraust
Scroll to Top
Scroll to Top