
Efla hefur safnað landfræðilegum gögnum og unnið nokkur þrívíddarlíkön af landslagi sem gaman er skoða og nýta í kennslu og útinámi.
Hér er líkan af Búrfellsgjánni í nágrenni Reykjavíkur. Þar hefur þunnfljótandi hraun flætt eftir farvegi. Hraunið hefur ekki náð að storkna nema í hliðum farvegarins og það eru einmitt þær hliðar sem mynda gjána í dag.
Sjá einnig þrívíddarmynd af eldgosinu í Geldingadölum.