Fjöltyngd börn sem búa á Íslandi eiga það sameiginlegt að alast upp við fleiri en eitt tungumál. Kunnátta í íslensku er forsenda farsællar skólagöngu og þátttöku í íslensku samfélagi og góð kunnátta í eigin móðurmáli styrkir nám í öðrum tungumálum. Einnig eru móðurmál fjöltyngdra barna undirstaða tengsla þeirra við foreldra, ættingja og vini á Íslandi og í öðrum löndum.
Yfir 100 tungumál eru um þessar mundir töluð hér á landi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út leiðarvísir á íslensku, ensku og pólsku um stuðning við móðurmál barna og virkt tvítyngi.