Heilbrigði, Læsi

Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt tvítyngi

Fjöltyngd börn sem búa á Íslandi eiga það sameiginlegt að alast upp við fleiri en eitt tungumál. Kunnátta í íslensku er forsenda farsællar skólagöngu og þátttöku í íslensku samfélagi og góð kunnátta í eigin móðurmáli styrkir nám í öðrum tungumálum. Einnig eru móðurmál fjöltyngdra barna undirstaða tengsla þeirra við foreldra, ættingja og vini á Íslandi og í öðrum löndum.

Yfir 100 tungumál eru um þessar mundir töluð hér á landi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út leiðarvísir á íslensku, ensku og pólsku um stuðning við móðurmál barna og virkt tvítyngi.

 

Tenging við menntastefnu Heilbrigði, Læsi
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun.
Viðfangsefni Barnamenning, Íslenska sem annað mál, Jafnrétti, Læsi og samskipti, Sjálfsmynd, Sjálfstraust, Styrkleikar, Talað mál, hlustun og áhorf
Scroll to Top
Scroll to Top