Heilbrigði

Leiðbeiningar til barna – Kynferðisleg áreitni eða ofbeldi

Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi eða þá að þú hefur orðið vitni að kynferðilegu ofbeldi eða áreitni er mikilvægt að leita sér  aðstoðar. Ef þú ert óviss um  hvað felst í þessum hugtökum og vilt vita meira um þau getur verið gott að skoða hvað þessi hugtök þýða; kynferðisleg áreitni, kynferðislegt ofbeldi.

Það er alltaf gott að tala við fullorðinn aðila sem þú treystir um svona mál. Þú átt rétt á því að tjá þig um þínar áhyggjur og að á þig sé hlustað.

Tenging við menntastefnu Heilbrigði
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni, Vefsvæði
Markhópur Börn 9-16 ára og starfsfólk
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, forvarnir, Mannréttindi, seigla/þrautseigja, styrkleikar, Sjálfsmynd, Styrkleikar
  • Hvert get ég leitað?

    Það er alltaf best að ræða við einhvern fullorðinn sem þú treystir. Ef viðkomandi hlustar ekki þá skaltu ræða við einhvern annan fullorðinn sem þú treystir, því þú átt rétt á því að fá ráðgjöf og stuðning.

    Í skóla- og frístundastarfi getur þú getur t.d. leitað til:
    – Umsjónarkennara eða annarra kennara
    – Skólastjórnenda
    – Námsráðgjafa eða annarra sérfræðinga
    – Skólahjúkrunarfræðings
    – Starfsfólks félagsmiðstöðvar eða frístundaheimilis

    Það er einnig hægt að leita til og fá upplýsingar hjá eftirtöldum aðilum:
    – Á heimasíðunni 112.is eru miklar og góðar upplýsingar og þar er einnig netspjall sem eru opið allan sólarhringinn. Þar getur þú spjallað við fullorðinn aðila án þess að þurfa að gefa upp nafnið þitt ef þú vilt ekki gefa það upp.
    – Hjálparsíminn 1717 og netspjallið
    Þjónustumiðstöðin í hverfinu þínu
    – Barnahús – sími: 530-2500, barnahus@barnahus.is
    – Heilsugæslustöð í hverfinu – www.heilsugæslan.is
    – Heilsuvera – https://www.heilsuvera.is
    – Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis – sími: 543-1000

  • Get ég leitað aðstoðar í trúnaði?

    Þú átt rétt á að leita þér ráðgjafar í trúnaði án samþykkis foreldra. Starfmaður eða fagaðili sem þú leitar til má ekki segja öðrum frá persónulegum málum þínum. Í sumum tilvikum verða starfsmenn þó að segja barnavernd frá en barnavernd hefur það hlutverk að hjálpa börnum sem eiga erfitt. Í sérstökum tilvikum getur líka þurft að segja foreldrum frá ef það er nauðsynlegt til að tryggja öryggi eða velferð þína eða annarra barna. Jafnframt getur verið að leita þurfi til lögreglu. Ef rjúfa þarf trúnað ber að skýra þér frá því og ástæðum þess. Starfsfólki er skylt að halda til haga mikilvægum upplýsingum um mál. Getur því verið nauðsynlegt að skrá upplýsingar sem þú veitir, enda þótt um sé að ræða trúnaðarmál.

  • Og hvað gerist þegar ég er búin(n) að leita aðstoðar?

    Sá sem leitað er til aðstoðar þig við að leita lausna og finna út hver næstu skref eru en það þarf að meta út frá hverju máli fyrir sig. Markmiðið er alltaf að veita þér eða þeim sem hafa lent í erfiðleikum stuðning og alla þá hjálp sem mögulegt er.

  • Nokkrir hlekkir sem getur verið áhugavert að skoða

Scroll to Top