Leiðtogar bekkjarins
-
👆 Smelltu á myndina til að sjá hana stærri 👆
Það er alltaf gaman að breyta til. Hér er ein hugmynd sem er að breyta til í kennslustofunni og leyfa krökkunum að leiða ferlið. Við svona tilfærslur skín oft í gegn hverjir leiðtogar bekkjarins eru. Það eru til ólíkar gerðir af leiðtogum, en hér er kjörið tækifæri til að æfa jákvæða leiðtogafærni og samvinnu. Áður en hafist er handa er hægt að ræða hversu mikilvægt er að hlusta á hugmyndir annarra, sýna virðingu og koma vel fram. Það væri líka hægt að leyfa nemendum að leggja sínar skipulagstillögur fram og ákveða svo með lýðræðislegri kosningu. Þannig fá aðrir kannski tækifæri til að vera stjórnandinn. Eftir tilfærslurnar væri jafnvel hægt að gera stutta könnun þar sem hver nemandi metur sitt framlag til hugmynda, framkvæmda og hlustunar og hvernig samvinnan gekk.