Á Leikjavefnum er að finna um 400 leiki og leikjaafbrigði, ásamt ýmsu öðru efni sem tengist notkun leikja í skólastarfi. Leikirnir, sem hefur verið safnað af kennurum og kennaraefnum, eru valdir með hliðsjón af því að þeir geti komið að notum í námi og kennslu, og raunar hvarvetna þar sem áhugi er á að bregða á leik með lærdómsríkum eða þroskandi hætti.
Leikjavefurinn
-
Leikjavefurinn er samvinnu- og þróunarverkefni kennara og kennaraefna. Markmið hans er að safna góðum leikjum til að nota í skólastarfi og kynna þá sem víðast með aðgengilegum hætti.
Leikjunum er safnað af kennurum og kennaraefnum í sjálfboðavinnu. Umsjónar- og ábyrgðarmaður verkefnisins er Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands. Bakhjarl verkefnisins og aðsetur er Skólastofan slf – rannsóknir og ráðgjöf. Flestir leikirnir eru afrakstur námskeiðsins Leikir í frístunda- og skólastarfi sem er valnámskeið á tómstundabraut á Menntavísindasviði, en er opið nemendum á öllum námsbrautum.
Á Leikjavefnum eru nú um 400 leikir og leikjaafbrigði, ásamt ýmsu öðru efni, m.a. ábendingum um aðra áhugaverða leikjavefi af ýmsu tagi.
Leitast hefur verið við að hafa leiklýsingar sem skýrastar; talin eru þau gögn sem þarfnast vegna leiksins, markmiðum hans lýst, framkvæmd og möguleikum á útfærslu. Þá er getið heimilda um leikinn séu þær kunnar.
Leikjunum er skipt í eftirfarandi flokka: