Læsi

Leikskólalóðin – útivera

Í útiveru njóta börnin þess að leika sér og hreyfa sig í hvaða veðri sem er, sumar, haust, vetur sem vor.

Hvar liggja tækifærin? Nýtið aðstæður hér og nú til að efla orðaforða barnanna. Hvaða orð notum við um: – útifatnað – veðurfar – útidótið – umhverfið í garðinum, s.s. sandur, mold, gangstétt, gras – samskipti, kurteisi.

Tenging við menntastefnu Læsi
Gerð efnis Kveikjur
Markhópur 1-6 ára börn.
Viðfangsefni Læsi, samskipti, samvinna, íslenska sem annað mál. Talað mál, hlustun og áhorf.
 • Leikskólalóðin er hönnuð með þarfir leikskólabarna í huga. Þar geta börnin farið í hreyfileiki, hlaupið, klifrað, hoppað og skoppað. Í útiveru má ærslast að vild með hrópum og köllum. Börnin komast í snertingu við náttúruna og skynja umhverfi sitt með öllum skilningarvitunum.

  Veðurfar, gróður, jarðvegur, fuglar, ánamaðkar, sniglar, pöddur og flugur eru hluti af námsefni leikskólalóðarinnar.

  Í útiverunni er frjáls leikur í hávegum hafður og ímyndunarflugið blómstrar. Mikið er skrafað og rætt, spáð og velt vöngum, viðraðar hugmyndir, skipulagt og farið á flug inn í ævintýraheima. Hvaða efniviður er í boði?

  • Hefðbundið útidót
  • Rennandi vatn
  • Trjádrumbar
  •Ekkert nema það sem sjálf lóðin býður upp á
  • Bækur t.d. um plöntur, skordýr, fugla…
  • Matjurtagarður (sem þarf að hugsa um)
  • Hefðbundið innidót út
  • Mála, lita, skrifa, teikna úti
  • Leira og nota náttúrulegan efnivið með

Scroll to Top
Scroll to Top