Læsi

Lesið með hverju barni

Markmiðið með því að lesa með hverju barni / einstaklingslestri er að barnið læri að njóta bóka. Þetta á vel við á yngstu deildum leikskóla, en er einnig góð leið þegar börn eru að læra eitt eða fleiri tungumál samhliða. Þá er þetta kjörin aðferð fyrir börn með málþroskaröskun.

Tenging við menntastefnu Læsi
Gerð efnis Verkefni
Markhópur 1-6 ára börn.
Viðfangsefni Læsi og samskipti, íslenska sem annað mál,
  • • Einstaklingslesturinn fer fram inn á deild í dagsins önn.
    • Þegar barn er ,,á lausu“ býður einn kennari því að koma og velja bók.
    • Síðan sest kennarinn og tekur barnið í fangið eða býður því að sitja við hliðina á sér.
    • Önnur börn mega setjast hjá og hlusta, en barnið sem valdi bókina stjórnar stundinni.
    • Kennarinn les og spjallar við barnið um myndirnar í bókinni og söguna.
    • Ef barnið verður áhugalaust, þá þarf kennarinn að gera eitthvað óvænt t.d. ýkja vel lesturinn.
    • Ef það dugar ekki til að halda athygli barnsins, þá er lestrinum hætt.
    • Þetta á að vera ánægjuleg stund en ekki kvöð.

    Gott er að vera með lista þar sem nöfn barnanna eru og vikudagarnir. Hver kennari merkir síðan við þegar búið er að lesa einstaklingslega með barni. Lesið með hverju barni daglega.

    Þegar verið er að vekja áhuga á bókum er gott að vera með í boði bækur sem tengjast reynslu barnsins og áhuga. Ríkulega myndskreyttar bækur eru alveg kjörnar og ekki verra að það séu endurtekningar, þannig að barnið læri þær og segi þegar við á.

    Lesið hægt og skýrt.

    Leiklesið með mismunandi blæbrigði raddarinnar, sýnið svipbrigði og líkamlega tjáningu. Þetta á að vera gaman.

    Tengið söguna við reynslu barnsins.

    Fáið barnið til að taka þátt, t.d. með því að enda setningar eða endurtaka orð. Lesa, spjalla og hlæja. Hafa gaman saman.

Scroll to Top