Félagsfærni

Litli kompás – mannréttindamenntun fyrir börn

Rafræn handbók á vef Menntamálastofnunar sem ætluð er kennurum og leiðbeinendum sem stuðningur í mannréttindafræðslu barna.

Litli-kompás byggir á sömu hugmyndafræði og kennsluaðferðum og Kompás sem margir þekkja. Þar er beitt óformlegum náms- og kennsluaðferðum og fyrirkomulagi sem veitir notendum bókarinnar bæði fræðilegan og hagnýtan stuðning. En ólíkt Kompás, sem er skrifaður fyrir unga fólkið sjálft, er Litli-Kompás ætlaður kennurum og leiðbeinendum barna.

Í handbókinnu eru fræðilegar sem aðferðafræðilegar upplýsingar og umfjöllun um málaflokka bókarinnar, svo og verkefni. Kennarar og leiðbeinendur eru einnig hvattir til að laga efnið að aðstæðum þannig að það endurspegli bæði veruleika þeirra sjálfra og barnanna. Þó að hagnýtu verkefnin séu þannig gerð að leikið sé við börnin, þá þarf að leiðbeina þeim í flestum tilvikum.

Skoða Litla-Kompás. 

Tenging við menntastefnu Félagsfærni
Gerð efnis Kveikjur, Verkefni
Markhópur Börn frá 6-12 ára aldurs.
Viðfangsefni Barnasáttmálinn, mannréttindi, umræður.
Scroll to Top
Scroll to Top