Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Lopputal – virkni með dýrum

Rannsóknir sýna að virkni með dýrum veita félagsskap, tilfinningalegan stuðning og efla félagslega hæfileika. Dýrin geta hjálpað börnum við að byggja upp sjálfstraust og taka ábyrgð, stjórna kvíða og móta viðeigandi hegðun. Í frístundaheimilinu Fjósinu í Sæmundarskóla er hátt hlutfall barna með fatlanir, greiningar og raskanir. Dag hvern er leitast við að draga úr áreiti, árekstrum og uppákomum til að öllum líði sem best. Þjónustu- og meðferðardýr hafa orðið æ vinsælli fyrir börn með sérþarfir.

Þetta erindi þeirra Elísabetar Albertsdóttur deildarstjóra barnastarfs í Árseli og Karenar forstöðumanns frístundaheimilisins Fjóssins í Sæmundarskóla var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.

Verkefnið Lopputal fékk styrk úr A-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2020-2021.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Myndbönd
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Samskipti, félagsfærni, sjálfsefling , tilfinningagreind
  • Lopputal - virkni með dýrum

Scroll to Top
Scroll to Top