Á vef Menntamálastofnunar er ritröð í handhægri rafbók þar sem umfjöllun um lýðræði og mannréttindi sem einn af grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum.
Til að auðvelda stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki skóla að átta sig á inntaki grunnþáttanna og flétta þá inn í skólastarf var gefið út rit um hvern þátt, þ.m.t. um lýðræði og mannréttindi. Leitast er við að varpa ljósi á grunnþættina og vekja til umhugsunar um tækifæri tengd þeim í skólastarfi. Markmiðið er að að ritið verði kennurum og öðru skólafólki til umhugsunar og hvatningar og ekki síst til leiðbeiningar í daglegu starfi skólans. Ólafur Páll Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir eru höfundar að þessu riti.