Félagsfærni, Sjálfsefling

Lýðræðisverkefni ungmenna

Nokkur myndbönd hafa verið gerð í tengslum við verkefni sem unnin hafa verið með ungmennaráðum og Reykjavíkurráði ungmenna. Þau veita góða innsýn í starf þessara ráða.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Sjálfsefling
Gerð efnis Myndbönd
Markhópur 13 -16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni Barnasáttmálinn, Lýðræði, Mannréttindi, ungmennaráð
  • Tilgangur ungmennaráðanna er að þeir sem eru yngri en 18 ára geti tekið virkan þátt og haft áhrif í samfélaginu þótt þeir hafi ekki kosningarétt. Starf ungmennaráða gefur unglingum tækifæri til að láta að sér kveða í málefnum ungs fólks.

    Vegna ólíkrar reynslu og þekkingar geta ungmenni oft komið með ný sjónarhorn á viðfangsefni og jafnvel aðrar lausnir. Þannig geta ungmenni gegnt mikilvægu hlutverki í framþróun og nýskapandi hugsun í samfélaginu. Þátttaka ungs fólks eykur menningarlegan fjölbreytileika, eflir félagsauðinn og skapar traust á milli ólíkra samfélagshópa.

    Þátttaka í starfi ungmennaráða og sambærilegum verkefnum styður við lýðræðislega virkni ungmenna í samfélaginu og getur orðið þeim hvatning til frekari þátttöku og virkni. Hægt er að fylgjast með Reykjavíkurráði ungmenna á Facebook.
    Nánari upplýsingar um ungmennaráð og Reykjavíkurráð ungmenna er á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

  • Fundur Reykjavíkurráðs ungmenna með borgarstjórn - 12. maí 2020

    Viltu vita meira um tillögurnar sem lagðar voru fram á fundi fulltrúa Reykjavíkurráðs með borgarstjórn 12. maí 2020? Fundinum sem átti að vera í mars var seinkað vegna C0vid-19 heimsfaraldursins og hann var síðan haldinn að hluta til í gegnum fjarfundarbúnað. Hér er sagt frá hverri tillögu í stuttu máli og afhverju tillagan er talin mikilvæg.

  • Fundur Reykjavíkurráðs ungmenna með borgarstjórn - 26. mars 2019

    Stutt myndband frá fundi fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna með borgarstjórn sem fór fram 26. mars 2019. Þarna er stiklað á stóru yfir flestar tillögurnar sem fluttar voru. Miklar og góðar umræður voru um tillögurnar á fundinum og nýtt met var slegið í andsvörum ungmenna.

  • Ráðabrugg 2019

    Stutt myndband frá Ráðabruggi, málþingi um starf ungmennaráða sem Reykjavíkurráð ungmenna skipulagði ásamt ungmennaráði Skátanna. Rúmlega hundrað ungmenni og aðrir áhugasamir um starf ungmennaráða tóku þátt í málþinginu og lögðu sitt af mörkum til að gera daginn frábæran og lærdómsríkan.

    RÁÐABRUGG – Málþing um ungmennaráð from Mixtúra Skóla- og frístundasvið on Vimeo.

  • Stórfundur Reykjavíkurráðs ungmenna um umhverfis- og loftslagsmál 2019

    Hér eru tekin saman helstu skilaboð frá málþingi Reykjavíkurráðs ungmenna um umhverfismál sem haldið var í samstarfi við ungmennaráðin í Reykjavík – við getum nefnilega öll lagt okkar af mörkum.

    Ungmennaþing from Mixtúra Skóla- og frístundasvið on Vimeo.

Scroll to Top
Scroll to Top