Margt er um að velja er námsefni um náms- og starfsval sem ætlað er nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. Fjallað er um atvinnulíf og störf en einnig skólakerfi og sjálfsþekkingu.
Um er að ræða 19 verkefnablöð ásamt kennsluleiðbeiningum. Markmiðið með námsefninu er að nemendur öðlist færni í að velja nám og störf og rökstyðja valið út frá aðstæðum sínum. Leitast er við að vekja áhuga þeirra á að fræðast um menntakerfið og atvinnulífið.
Félagsfærni
Margt er um að velja – náms- og starfsfræðsla
Tenging við menntastefnu
Félagsfærni
Gerð efnis
Fræðilegt, Ítarefni
Markhópur
13 -16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni
Námsval, starfsval, atvinnulíf.