Tenging við menntastefnu Sköpun
Gerð efnis Fræðilegt
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun.
Viðfangsefni Barnamenning, Nýsköpun, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun
  • Stundum er horft á fjóra þætti í sköpunarferlinu; rannsóknarþátt þar sem nemandinn leitar að því sem vekur áhuga, rannsakar möguleika til úrlausnar og leitar ögrandi leiða innan gefins ramma, dýpkunarþátt þar sem nemandinn gerir tilraunir með efni, aðferðir og hugmyndir og uppgötvar á þann hátt marga fleti á verkefni sínu, samhengisþátt þar sem nemandinn finnur tengingar og fyrirmyndir sem nýtast honum til að ná betri tökum á verkefninu, og loks umræðuþátt þar sem nemandinn veltir fyrir sér niðurstöðunni og ræðir um verk sín við aðra.

    Ef gengið er út frá þessum fjórum þáttum má meta framfarir í skapandi námi með því að leita svara við eftirfarandi spurningum:

    • Hefur nemandinn nýtt margar og ólíkar leiðir við að rannsaka viðfangsefni sitt?
    • Sýnir hann úthald og fer ekki eingöngu að beinum fyrirmælum kennara?
    • Er nemandi leitandi og opinn?
    • Gerir nemandi tilraunir með þær hugmyndir, efni og aðferðir sem kennari leggur upp?
    • Nýtir hann þær til að þróa verkefnið og finna að lokum áhugaverðar og óvæntar lausnir?
    • Tekst honum að dýpka og víkka út verkefni kennara?
    • Finnur nemandi hugmyndir, fyrirmyndir eða verklag sem geta hjálpað honum við verkið?
    • Getur nemandinn sett verk sín í samhengi við verk annarra?
    • Kemur nemandinn auga á eigin styrk, sérstöðu eða veikleika?
    • Getur hann gert grein fyrir því hvernig hann vann verkið og hvers vegna tiltekinni niðurstöðu var náð?
    • Getur hann rætt um verk samnemenda sinna og sett sig í þeirra spor?

    Byggt á Lindström, L. (2006), Creativity: What Is It? Can You Assess It? Can It Be Taught? International Journal of Art and Design Education, 25(1).

Scroll to Top