Félagsfærni

Miss Representation

Verkefni úr 40 mínútna heimildarmynd um hvernig fjallað er um konur í bandarískum fjölmiðlum og auglýsingum. Myndin sýnir hvernig má átta sig á ólíkum skilaboðum til kynjanna.

Gott er að hafa í huga að þessi mynd er frá 2011 en margt hefur breyst í samfélagsmiðlanotkun síðan þá.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni
Gerð efnis Verkefni
Markhópur 13-16 ára
Viðfangsefni Jafnrétti, Sjálfsmynd, Staðalmyndir
  • Tvíþætt verkefni - Miss Representation

    Fyrri hlutinn snýr að því að skoða kvenskuna
    Horfið á myndina Miss Representation

    1. Lýstu því í a.m.k 10 línum hvernig konum er lýst í bandarískum fjölmiðlum – ef marka má myndina. Taktu 10 ólík dæmi um skilaboðin til kvenna og vísaðu í myndina.

    2. Er munur á bandarískum konum og íslenskum hvað þetta varðar? Eru áhrifn ólík? Ef svo hvernig ólík?

    3. Hvernig er persónueinkennum kvenna lýst í fjölmiðlum? Eru þessar lýsingar raunverulegar?

    4. Hvaða áhrif hafa skilaboðin á stúlkur og konur?

    5. Hvaða áhrif hafa skilaboðin á karla? Hvaða sýn fá þeir á stúlkur og konur? Hér þarftu að hugsa sjálfstætt og draga ályktanir.

    6. Hvað er sjálfs-hlutgerving e.,,self objectification” og hvaða áhrif hefur hún á konur?

    7. Þegar konur fara í stjórnmál – á hvað horfa fjölmiðlar fyrst og fremst þegar þær koma inn á stjórnmálasviðið?
    Hvernig er umfjöllunin um þær?

    8. Því er haldið fram í myndinni að staða kvenna hafi versnað (backlash) – útskýrðu hvað átt er við og taktu dæmi.

    Í seinni hluta verkefnins á að draga upp þessar kynjamyndir. Þið eigið að fjalla um:

    1. Þau ólíku skilboð sem við fáum um kynin

    2. Hvernig þessum kynhugmyndum er haldið að okkur

    3. Hvernig þeim er viðhaldið og “passað” upp á þær í samfélaginu

    4. Hvað það hefur í för með sér að viðhalda svona einhæfum kynjamyndum

    5. Hvernig er það beinlínis getur verið hættulegt samfélaginu að við setjum kynin fram sem svo miklar andstæður og hvernig það hefur áhrif á stúlkur og drengi.

    6. Ræðið í lokin hvernig þessar fyrstu vikur hafa haft áhrif á ykkur, viðhorf ykkar til kynjamála og þessa efnis.

Scroll to Top
Scroll to Top