Frítt tónlistarforrit sem m.a. skrifar nótur. Þetta forrit er einfalt í notkun fyrir alla tónlistarnemendur og nemendur í tónmennt til að læra nótur og nótnagildi, nótnalestur almennt eða skapa nýtt lag.
Til eru fjölmörg myndbönd sem leiðbeina við notkunina en þau eru flest á ensku. Vegna þess er sjálfstæð notkun meira fyrir eldri nemendur – en með aðstoð kennara geta yngri nemendur auðveldlega notað forritið. Margir möguleikar eru á því að flétta notkun á þessu tæki inn í kennslu.