![](https://menntastefna.is/wp-content/uploads/2024/08/Capture1.png)
![](https://menntastefna.is/wp-content/uploads/2024/08/Capture1.png)
Bildetema er myndaorðabók á mörgum tungumálum með myndum, texta og hljóði sem skipt er upp í þemu. Í myndaorðabókinni er einfaldur orðaforði sem getur verið kveikja að vinnu með tungumál í leikskóla, grunnskóla og í fullorðinsfræðslu.
Síðan var gerð í norrænu samstarf og er stýrt af Nasjonalt senter for flerkulturell opplæring (NAFO) ved OsloMet – háskólann í Noregi í samstarfi við Institutet för språk och folkminnen (Isof) í Svíþjóð,
Miðju máls og læsis á Íslandi og Nationalt Videncenter for Læsing i Danmörku. Allar stofnanirnar fjórar vinna að því að efla tungumálahæfni barna, unglinga og fullorðinna.