Félagsfærni, Sjálfsefling

Myndband um mikilvægi góðra samskipta (4-10 ára).

Í tilefni af degi gegn einelti 8. nóvember 2019 lét skóla- og frístundasvið gera myndbönd þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir ávarpar börn og ungmenni um mikilvægi góðra samskipta. Annars vegar myndband sem hentar í umræðum með yngri börnum (4-10 ára) og hins vegar eldri börnum (11-16 ára). Myndbandið er fín kveikja að umræðum með börnunum.

8. nóvember tengist 2. grein Barnasáttmálans um jafnræði og bann við mismunun, börn eiga að njóta réttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu. 3. greinin fjallar um það sem er barninu fyrir bestu og að börn eigi að njóta verndar og umönnunar.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Sjálfsefling
Gerð efnis Kveikjur, Myndbönd
Markhópur 4-10 ára börn
Viðfangsefni Félagsfærni, gegn einelti. Samskipti, vinsamlegt samfélag.
  •  

     

Scroll to Top