Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Myndbandskveðja handa vinum eða ættingjum

Gleðjum ömmu eða afa, frænku eða frænda, foreldra, systkini eða vini með því að senda þeim myndbandskveðju. Verkefni er hægt að vinna í skólanum eða í fjartengingu með aðstoð kennara eða foreldra. ÞEtta verkefni kemur frá Ragnheiði Lilju Bjarnadóttur skólastjóra í Þelamerkurskóla.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Verkefni
Markhópur Börn 3-16 ára og foreldra
Viðfangsefni Kóróna, Andleg og félagsleg vellíðan, Barnasáttmálinn, Barnamenning, Læsi og samskipti, Samskipti, Samvinna, Skapandi ferli, Talað mál, hlustun og áhorf, Sjálfsnám, Fjarnám
  • Yfirlit yfir verkefni

    Samræður við nemendur um hverja þeir þekkja sem eru langt í burtu, eru einangraðir vegna COVID eða sem þeir hitta sjaldan af öðrum ástæðum. Allir velta fyrir sér hverjum þeir myndu vilja senda kveðju og á hvaða tungumáli kveðjan verður.

    Hugmyndavinna með nemendum um hvernig kveðjan gæti litið út, allar hugmyndir skráðar þar sem allir sjá, s.s.
    1. talkveðja
    2. söngur – einn eða með félögum?
    3. sýna verkefni úr skólanum
    4. segja brandara
    5. lesa upp úr bók

    Allir undirbúa sína kveðju með því að skrá hjá sér punkta eða gera hugtakakort um innihald kveðjunnar. Umræður um skýran framburð, hvernig við heilsum og kveðjum og mismunandi málsnið eftir því hver viðtakandinn er. Tölum við eins við ömmu og afa annars vegar og vini okkar hins vegar? Af hverju? Af hverju ekki?

    Upptaka í ró. Velja bakgrunninn vel 🙂

Scroll to Top
Scroll to Top