Listasafn Reykjavíkur fagnaði 50 ára afmæli árið 2023. Af því tilefni var gerð sjónvarpsþáttasería um myndlist í samstarfi við RÚV, þar sem fjölbreyttur hópur fólks segir frá uppáhalds verkum sínum í eigu safnsins.
Þættirnir Myndlistin okkar eru stuttir og laggóðir þar sem hver viðmælandi ljær sínu listaverki úr safneigninni rödd og segir frá því hvaða áhrif verkið hefur haft á viðkomandi.
Framleiðandi/Producer: RÚV
Ár/Year: 2023
Þættina er að finna á sarpinum á Rúv en einnig eru nokkur myndbönd hér neðar af vimeosíðu Listasafns Reykjavíkur