Læsi, Sköpun

Myndlistin okkar

Listasafn Reykjavíkur fagnaði 50 ára afmæli árið 2023. Af því tilefni var gerð sjónvarpsþáttasería um myndlist í samstarfi við RÚV, þar sem fjölbreyttur hópur fólks segir frá uppáhaldsverkum sínum í eigu safnsins.

Þættirnir Myndlistin okkar eru stuttir og laggóðir þar sem hver viðmælandi ljær sínu listaverki úr safneigninni rödd og segir frá því hvaða áhrif verkið hefur haft á viðkomandi.

Framleiðandi/Producer: RÚV
Ár/Year: 2023

Þættina er að finna á sarpinum á Rúv en einnig eru nokkur myndbönd hér neðar af vimeosíðu Listasafns Reykjavíkur

Tenging við menntastefnu Læsi, Sköpun
Gerð efnis Fræðilegt, Kveikjur, Myndbönd
Markhópur Nemendur, Kennarar, Starfsfólk
Viðfangsefni Myndlist, Barnamenning, Gagrýnin hugsun, Skapandi hugsun, Upplifun, List, Læsi
  • Myndlistin okkar: Yrsa Rún Gunnarsdóttir

    Yrsa Rún Gunnarsdóttir nemi segir frá upplifun sinni af verkinu Sjónarmið frá 2023 eftir Þórdísi Erlu Zoëga.

  • Myndlistin okkar: Mars Proppé

    Mars Proppé eðlisfræðingur segir frá upplifun sinni af verkinu Ég hef alltaf elskað ævintýr frá 1978 eftir G.Erlu.

  • Myndlistin okkar: Sigurjón Sighvatsson

    Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi segir frá upplifun sinni af verkinu Áfangar frá 1990 eftir Richard Serra.

  • Myndlistin okkar: Elín Ágústsdóttir

    Elín Ágústsdóttir nemi segir frá upplifun sinni af verkinu 64°03’77n 21° 33 83 W 360° TN frá 1996 eftir Húbert Nóa.

  • Myndlistin okka: Hrefna Guðmundsdóttir

    Hrefna Guðmundsdóttir vinnusálfræðingur segir frá upplifun sinni af verkinu Hunang og sýróp frá 1993 eftir Tuma Magnússon.

  • Myndlistin okkar: Erna Agnes Sigurgeirsdóttir

    Erna Agnes Sigurgeirsdóttir, deildarstjóri í leikskóla, segir frá upplifun sinni af verkinu Krítík frá 1946-7 eftir Jóhannes S. Kjarval.

  • Myndlistin okkar: Kristín Reynisdóttir

    Kristín Reynisdóttir, starfsmaður í leikskóla, segir frá upplifun sinni af verkinu Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni frá 2012 eftir Santiago Serra.

  • Myndlistin okkar: Brandur Bryndísarson Karlsson

    Brandur Bryndísarson Karlsson, listamaður og frumkvöðull, segir frá upplifun sinni af verkinu Stúlka með greiðu frá 1937 eftir Gunnlaug Blöndal.

  • Myndlistin okkar: Berglind Pétursdóttir

    Berglind Pétursdóttir, dagskrár- og auglýsingagerðarkona, segir frá upplifun sinni af verkinu Klyfjahestur eftir Sigurjón Ólafsson.

  • Myndlistin okkar: Natasha S.

    Natasha S., skáld og þýðandi, segir frá upplifun sinni af verkinu Tómas Guðmundsson (1901-1983) frá 2010 eftir Höllu Gunnarsdóttur.

  • Myndlistin okkar: Freyr Magnússon

    Freyr Magnússon nemi segir frá upplifun sinni af verkinu Sonatorek frá 1948 eftir Ásmund Sveinsson.

  • Myndlistin okkar: Guðrún Þorbjörg Hannesardóttir

    Guðrún Þorbjörg Hannesardóttir, dóttir Hannesar Kr. Davíðssonar arkitekts sem teiknaði Kjarvalsstaði, segir m.a. frá byggingarferli Kjarvalsstaða og tengslum sínum við verk Kjarvals.

  • Myndlistin okkar: Kolbrún Soffía Þórsdóttir

    Kolbrún Soffía Þórsdóttir nemi segir frá upplifun sinni af verkinu Magritte frá 1992 eftir Erró.

  • Myndlistin okkar: Friðrik Friðriksson

    Friðrik Friðriksson prentari segir frá upplifun sinni af verkinu Án titils frá 1975 eftir Eyborgu Guðmundsdóttur.

  • Myndlistin okkar: Svavar Örn Svavarsson

    Svavar Örn Svavarsson hárgreiðslumeistari segir frá upplifun sinni af verkinu Blackest Night (Dimmasta nótt) frá 2006 eftir Birgi Andrésson.

  • Myndlistin okkar: Sólveig Anna Jónsdóttir

    Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir frá upplifun sinni á verkinu Vatnsberinn frá 1937 eftir Ásmund Sveinsson.

  • Myndlistin okkar: Ragnar Jónasson

    Ragnar Jónasson rithöfundur segir frá upplifun sinni af verkum Steingríms Eyfjörð.

  • Myndlistin okkar: Báður Örn Bárðarson

    Báður Örn Bárðarson leigubílstjóri segir frá upplifun sinni af útilistaverkum Errós í Breiðholti.

Scroll to Top