Sjálfsefling

Nemendastýrð foreldraviðtöl

Með nemendastýrðum foreldraviðtölum kveður við nýjan tón í foreldraviðtölum í Austurbæjarskóla. Í þeim er nemandinn í aðalhlutverki og stýrir samtalinu. Viðtölin fara ýmist fram á íslensku eða á móðurmáli nemandans.

Tenging við menntastefnu Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni
Markhópur 6-16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni Leiðsagnarmat, Leiðsagnarnám, Samskipti, Samvinna, Sjálfsmynd, Sjálfstraust, Styrkleikar, Umræður
 • Við undirbúning lítur nemandinn til baka og velur sér verkefni sem hann telur gott til að sýna styrkleika sinn. Í samtalinu greinir hann foreldri og umsjónarkennara (með aðstoð túlks ef það á við) frá hvers vegna hann valdi þetta verkefni, hver tilgangur þess er, hvaða hæfni var verið að þjálfa og hvað hann veit nú eftir að hafa unnið verkefnið sem hann vissi ekki áður.

  Fyrirkomulag nemendastýrðra foreldraviðtalaNemendastýrðu foreldraviðtali er ætlað að virkja og valdefla nemandann með það að markmiði að auka trú hans á eigin getu. Markmiðið er að nemandinn geti haft áhrif á og tjáð sig um nám sitt, viti hvar hann er staddur, hvert hann stefnir og hvað er góður árangur. Nemendastýrð foreldraviðtöl byggja á einum af grunnþáttum menntastefnu Reykjavíkurborgar um sjálfseflingu og hefur að leiðarljósi fagmennsku, samstarf og barnið sem virkan þátttakanda.

  Mynd af leiðbeiningum til nemenda um nemendastýrð foreldraviðtöl
  Leiðbeiningar til nemenda
  Fyrirkomulag nemendastýrðra foreldraviðtala

   

   

   

Scroll to Top
Scroll to Top