Félagsfærni, Heilbrigði

Netnámskeið Barnahúss um einkenni kynferðisofbeldis og viðbrögð

Barna- og fjölskyldustofa hefur framleitt  fimm ný rafræn námskeið um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þessi námskeið eru ætluð öllum þeim sem koma að starfi með börnum upp að 18 ára aldri.

Samkvæmt aðgerðum A.4,  B.1 og C.2 í þingsályktun 37/150 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni á allt starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum að ljúka netnámskeiði Barna- og fjölskyldustofu um grunnatriði kynferðislegrar hegðunar barna og ungmenna, einkenni kynferðisofbeldis, og hvernig beri að bregðast við. https://stoppofbeldi.namsefni.is/forvarnir-itarefni/.

Námskeiðin eru aldurskipt og miðað er við að þátttakendur velji sér námskeið eftir því á hvaða aldri þau börn eru sem viðkomandi hefur helst afskipti af gegnum störf sín.

Námskeiðin eru öllum að kostnaðarlausu en hver og einn þarf að skrá sig inn á námskeið að eigin vali.  Þegar námskeiði er lokið fær viðkomandi sent í tölvupósti skjal sem staðfestir að viðkomandi hafi lokið námskeiðinu.  Hvert námskeið byggir á  er farið yfir möguleg einkenni kynferðisofbeldis, tilkynningaskylduna, þau viðbrögð sem eru mikilvæg verði starfsfólk þess áskynja að barn sýni óeðlilega kynhegðun, ber einkenni þess sem hefur orðið fyrir ofbeldi eða sýni þess merki að það vilji segja frá. Einnig hvað þykir eðlileg kynferðisleg hegðun barna á ákveðnum aldri, hvaða hegðun veldur áhyggjum og hvenær ráðlegt er að kalla eftir áliti sérfræðings. Námskeiðin samanstanda af sex námsþáttum en hver námsþáttur byggir á stuttum myndböndum, spurningum til umhugsunar og ítarefni.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni, Myndbönd, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur Starfsfólk leikskóla, Leikskólakennarar, Starfsfólk grunnskóla, Grunnskólakennarar, Starfsfólk frístundaheimila, Starfsfólk félagsmiðstöðva
Viðfangsefni Kynferðisofbeldi, Námskeið, Kynferðisleg hegðun barna og ungmenna
Scroll to Top