Netumferðarskólinn er samstarfsverkefni Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar og miðar að því að efla fræðslu um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna í stafrænni tilveru. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið styrkti verkefnið sem var tilkynnt á alþjóðlega netöryggisdeginum 2023 og er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í netöryggi 2022-2027.
Netumferðarskólinn er ætlaður börnum í 4.-7. bekk ásamt fræðslu fyrir kennara og foreldra þeirra. Fræðsluerindin eru blanda af fyrirlestri, hópverkefni og samtali við börnin þar sem áherslan er á vitundarvakningu, hugtakaskilning og valdeflingu.