
Nýsköpunarmennt er kennslufræðileg aðferð fyrir alla grunnskólakennara sem vilja vekja löngun nemenda til að uppgötva og skapa.
Í Handbók fyrir kennara um Nýsköpunarmennt er fjallað um nýsköpunarmennt sem námsaðferð. Unga fólkið kemur auga á eitthvert vandamál í daglegu lífi sínu og reynir síðan að finna lausn á því með sinni eigin uppfinningu. Í þessu ferli er margt að læra um sögu okkar og samfélag, tæki og ekki síst um sjálfan sig.
Ritið er gefið út af Menntamálastofnun og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.