Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling

Orð eru ævintýri

Árið 2023 gaf Miðstöð menntunar og skólaþjónustu út bókina Orð eru ævintýri í samvinnu við Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, leikskólana Laugasól og Blásalir, Austurbæjarskóla og námsbrautar í talmeinafræði við Háskóla Íslands.

Um er að ræða rafbók, hugmyndabanka fyrir leik- og grunnskóla, tungumálavef og mynda- og orðaspjöld. Allt nýtist þetta gífurlega vel í að efla orðaforða barna í leikskólum og nemenda sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku sem öðru tungumáli.

Einnig er hægt að nálgast námsefnið á vef Menntamálastofnunar.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni, Kveikjur, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur Börn á leikskólaaldri, börn á grunnskólaaldri, nemendur með annað mál en íslensku
Viðfangsefni Orð, læsi, bók, orð, orðaforði
  • Orð eru ævintýri - Rafbók

    Orð eru ævintýri er myndabók fyrir börn. Hún býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs sem geta virkjað ímyndunarafl barna og verið uppspretta ævintýra og leikja.

    Hún hentar vel til að efla orðaforða barna í leikskólum og nemenda sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku sem öðru tungumáli.

    Orð eru ævintýri
    👉 Hér má hlaða bókinni niður 👈

     

    leidbeiningar
    👉 Hér má hlaða spilaleiðbeiningunum niður 👈
  • Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla

    Í Hugmyndabanka fyrir grunnskóla má finna fjölbreytta möguleika til notkunar á bókinni.

    Efnið hentar m.a. vel í byrjendakennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál.

    Orð eru ævintýri – hugmyndabanki fyrir grunnskóla – íslenska sem annað

    👉 Hér er hægt að hlaða hugmyndabankanum niður 👈
  • Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

    Í Hugmyndabanka fyrir leikskóla má finna fjölbreyttar og skapandi leiðir til að vinna með orðaforða bókarinnar Orð eru ævintýri og örva málnotkun barna.

    Orð eru ævintýri – hugmyndabanki fyrir leikskóla

    👉 Hér er hægt að hlaða hugmyndabankanum niður 👈
  • Orð eru ævintýri - Orðatorg og tungumálavefur

    Á vefnum er að finna tungumálavefinn þar sem öll orðin í myndabókinni Orð eru ævintýri þýdd á átta tungumál og lesin upp á íslensku. Þar er einnig að finna orðaleiki, rafbókina Orð eru ævintýri og hugmyndabankana fyrir leik- og grunnskóla.

    👆 Smelltu á myndina til að komast inn á Orðatorg 👆

    Tungumálavefur hentar meðal annars vel í kennslu íslensku sem annars tungumáls. Efnið er þýtt á arabísku, dönsku, ensku, filippseysku, kúrdísku, pólsku, spænsku og úkraínsku.Á vefnum eru öll orðin í myndabókinni Orð eru ævintýri (skáletra) þýdd á átta tungumál og lesin upp á íslensku. Tungumálavefur hentar meðal annars vel í kennslu íslensku sem annars tungumáls. Efnið er þýtt á arabísku, dönsku, ensku, filippseysku, kúrdísku, pólsku, spænsku og úkraínsku.

    👆 Smelltu á myndina til að komast á tungumálavefinn 👆

  • Orð eru ævintýri - Mynda- og orðaspjöld

    Mynda- og orðaspjöldin eru hluti af námsefninu Orð eru ævintýri og bjóða upp á ótal leiðir til að vinna og leika með tungumálið. Spjöldunum er skipt upp í níu þemu úr köflum bókarinnar.

    Þau eru:

    LÍKAMINN – 80 myndir og 40 orð
    FÖT (Föt | Útiföt) – 98 myndir og 49 orð
    HEIMILIÐ 1 (Heimilið | Eldhús) – 94 myndir og 47 orð
    HEIMILIÐ 2 (Stofa | Herbergi | Forstofa | Baðherbergi) – 110 myndir og 55 orð
    Í SKÓLANUM (Í skólanum | Listasmiðja) – 88 myndir og 44 orð
    ATHAFNIR (Lærum og leikum | Gerum og græjum) – 104 myndir og 52 orð
    ÍÞRÓTTIR OG TÓNLIST (Íþróttir | Tónlist) – 80 myndir og 40 orð
    DÝR (Í sveitinni | Erlend dýr) – 80 myndir og 40 orð
    FORM, LITIR, TÖLUR – 92 myndir og 46 orð

    Að nota myndir, leiki og spil hentar vel í tungumálakennslu og er æskilegt að velja þemun í takt við þau efnisatriði sem verið er að þjálfa hverju sinni. Spjöldin eru hentug í vinnu með nemendum sem eru að læra íslensku sem annað tungumál og með leikskólabörnum. Einnig geta þau nýst fleiri hópum.

    Kennsluhugmyndir fylgja efninu og flokkast þær undir málörvun, orðaforðaþjálfun, hlutverka- og hreyfileiki, ritunarþjálfun, samtalsleiki, flokkunarleiki og málfræðileiki.

    spil_rodun_kassar

    👉 Hér er hægt að hlaða leiðbeiningunum niður 👈
  • Orð eru ævintýri - 42 stór myndaspjöld

    Myndaspjöld sem bjóða upp á endalausa möguleika til að vinna og leika með tungumálið. Um er að ræða opnumyndir úr myndabókinni Orð eru ævintýri. Til að auðvelda betur notkun þeirra er hver og ein opna á stórum spjöldum (A3) án orða/mynda sem eru á spássíum bókarinnar. Það getur reynst vel að hafa orðin ekki alltaf fyrir augunum þegar æfa á orðaforða og reyna þannig á minnið og ímyndunaraflið.

    Spjöldin eru hentug í vinnu með nemendum sem læra íslensku sem annað tungumál og í starfi með leikskólabörnum. Einnig geta þau nýst eldri nemendum s.s. þeim sem þurfa á málörvun að halda.
    Spjöldin bjóða upp á ótal leiðir til að vinna og leika með tungumálið. Kennsluhugmyndir fylgja efninu sem og hugmyndabankar sem nýta má með spjöldunum og þar eru leiðbeiningar um hverja opnumynd fyrir sig sem og örsögur sem nýta má sem kveikju að frekari vinnu með opnumyndina/spjöldin.

Scroll to Top