Heiða talmeinafræðingur, sem rekur fésbókarsíðuna Blaðrað á biðstofum, hrinti af stað viðburðinum Orð í gluggum.
Þetta er skemmtilegt verkefni á tímum Covid-19 sem gengur út á að skrifa orð á blað og setja út í glugga. Því næst geta börn og fjölskyldur þeirra farið í orðafjársjóðsleit í hverfinu og safnað orðum. Leikurinn gengur út á að efla málþroska barna og orðaforða.
Hér má finna nokkur verkefnablöð sem styðja við fjölbreytta vinnu með málþroska og orðaforða í tengslum við viðburðinn.