Orðakortið má nota í orðaforðavinnu þar sem nemendur vinna með ólík orð.
Í verkefninu þurfa nemendur að styðjast við orðabækur eins og málið.is eða Snöru til þess að finna skilgreiningu á orðinu og samheiti.
Nemendur leita að andheitum/andstæðum við orðin, setja orðin í setningar, taka dæmi og finna mynd sem lýsir orðinu/hugtakinu.
Verkefnið er hugsað sem samvinnuverkefni fyrir nemendur á unglingastigi en má svo sannarlega nýta sem einstaklingsverkefni eða á yngri stigum.
Höfundur efnis er Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson kennari í Norðlingaskóla