Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling

Orðaleikur – námsefni fyrir leikskólabörn

Orðaleikur er námsefni fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað tungumál. Námsefnið getur nýst á fjölbreyttan hátt í leikskólastarfi og fyrir alla sem vilja læra einfaldar aðferðir til að efla orðanám barna. Námsefnið miðar að því að kenna grunnorðaforða íslenskunnar á fjölbreyttan hátt og mynda þannig krækjur til að kenna flóknari orð.

Höfundar eru Rannveig Oddsdóttir, lektor við kennaradeild HA og Íris Hrönn Kristinsdóttir, sérfræðingur við MSHA.
Námsefnið er öllum aðgengilegt án kostnaðar.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Kveikjur, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur 1-3 ára
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Barnamenning, Íslenska sem annað mál, Læsi og samskipti, Samskipti, Talað mál, hlustun og áhorf, Sjálfsnám, Fjarnám
  • Handbók

    Í handbókinni er að finna fróðleik og hugmyndir varðandi orðaforðanám barna af erlendum uppruna.

    Orðaleikur

  • Myndasafn

    Myndasafnið samanstendur af nokkrum orðaþemum sem tengjast leikskólanum og daglegu lífi barna. Lögð er áhersla á orð sem leikskólabörn þurfa að kunna til að geta átt samskipti við aðra og gert sig skiljanleg.

  • Kennsluleiðbeiningar

    Kennsluleiðbeiningar fylgja hverju orðaþema, þar koma fram hugmyndir um hvernig má vinna með orðaforðann á fjölbreyttan hátt í leikskólastarfi.

    Kennsluleiðbeiningar og hugmyndir

  • Rafbækur

    Á vefnum er hægt að nálgast rafbækur með orðaforða úr námsefninu, þær er tilvalið að nota í leikskólanum til að læra íslensku og heima til að æfa móðurmálið.

  • Verkefnasafn

    Námefninu fylgir einnig safn verkefna sem ýmist er hægt að sækja rafrænt eða prenta út af síðunni. Má þar nefna rafræn verkefni sem hægt er að nálgast í gegnum Bitsboard smáforritið og verkefni til útprentunar sem starfsfólk leikskólanna sem taka þátt í þróunarverkefninu hefur útbúið. Í verkefnasafninu eru auk þess hugmyndir að því hvernig hægt er að vinna með efnið á fjölbreyttan hátt rafrænt eða með því að prenta út efni.

Scroll to Top