Orðaleikur er námsefni fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað tungumál. Námsefnið getur nýst á fjölbreyttan hátt í leikskólastarfi og fyrir alla sem vilja læra einfaldar aðferðir til að efla orðanám barna. Námsefnið miðar að því að kenna grunnorðaforða íslenskunnar á fjölbreyttan hátt og mynda þannig krækjur til að kenna flóknari orð.
Höfundar eru Rannveig Oddsdóttir, lektor við kennaradeild HA og Íris Hrönn Kristinsdóttir, sérfræðingur við MSHA.
Námsefnið er öllum aðgengilegt án kostnaðar.