Læsi

Orðaspjall

Markmiðið með orðaspjalli er að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bókalestri. Valin eru orð úr barnabókum til að kenna, ræða um og leika með. Jafnframt er áhersla á samræður í tengslum við bókalesturinn. Sjá hér að neðan hvernig styðjast má við þá aðferð.

Tenging við menntastefnu Læsi
Gerð efnis Verkefni
Markhópur 1-6 ára leikskólabörn.
Viðfangsefni Læsi og samskipti, íslenska sem annað mál, lestur og bókmenntir, talað mál, hlustun og áhorf, umræður
 • • Valin er bók til að lesa með börnunum og þau orð sem á að ræða um og leika með.
  • Þegar bók er lesin í fyrsta sinn er aðeins staldrað við orðin sem voru valin.
  • Síðan er spjallað um söguna og orðin sett í samhengi.
  • Leikið með orðin. Farið í orðaleiki. Leikræn tjáning.
  • Orðin skrifuð á renning og orðskýring aftan á. Hengt upp á áberandi stað.
  • Hvernig eru orðin notuð í daglegu máli.
  • Orðin notuð hér og þar og alls staðar.

  Það er ekki nóg að heyra ný orð eingöngu þegar bók er lesin. Einnig þarf að ræða um orðin, heyra þau í fjölbreyttu samhengi, leika með þau og nota í daglegum aðstæðum.

  Orðin sem verið er að vinna með eiga að flæða um allt starfið og einnig heim til barnanna. Þau eiga að verða hluti af orðaforðanum.

  Millilag orðaforðans eru þau orð sem við þurfum að þekkja. Það er þessi orðaforði sem skiptir sköpun þegar börn fara að lesa sér til gagns. Þetta eru orð eins og smjúga, drungalegur, útdráttur, tignarlegur, svo eitthvað sé nefnt. Börn kynnast millilagi orðaforðans aðallega í gegnum bækur.

  Orðaspjallsaðferðin var þróðuð í leikskólanum Tjarnarsel í Reykjanesbæ í samvinnu við Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi við Menntavísindasvið HÍ. 

  Í tengslum við verkefnið var gefin út bókin Orðaspjall – Að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bókalestri. Þar er ítarlega fjallað um þessa aðferð og gefin dæmi úr starfi leikskólans. Aftast í bókinni má einnig finna barnabókalista og tillögur að orðum upp úr þeim. Bókin Bringing Words to Life – Robust Vocabulary Instruction

   

   

Scroll to Top