Skemmtilegt er að fara í samstarf við annað frístundaheimili og setja á fót Pennavinaklúbb. Til dæmis er hægt að gera það innan sömu frístundamiðstöðvar. Þá er best að byrja á því að finna frístundaheimili til samstarfs og finna tengilið sem mun sjá um stofnun klúbbsins á hinu frístundaheimilinu.
Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Pennavinaklúbbur
Tenging við menntastefnu
Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis
Ítarefni, Kveikjur, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur
6-16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni
Andleg og félagsleg vellíðan, Barnasáttmálinn, Barnamenning, Forvarnir, Íslenska sem annað mál, Jafnrétti, Lestur og bókmenntir, Lýðræði, Læsi og samskipti, Mannréttindi, Ritun og málfræði, Samskipti, Samvinna, Sjálfstraust, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Styrkleikar, Talað mál, hlustun og áhorf, Umræður. Frístundalæsi.
-
Börnin fá einn pennavin sem þau skrifa reglulega til og fá frá honum svar til baka. Þar hafa þau tækifæri til að segja frá sér og sínu lífi, bera frístundaheimilin saman og spjalla um allt milli himins og jarðar. Einnig getur barnahópur sent bréf fyrir hönd frístundaheimilisins til annars frístundaheimilis.
Þegar hópurinn hefur starfað í lengri tíma eða ef um eldri börn er að ræða er hægt að gera klúbbinn meira spennandi með því að skrifast á við frístundaheimili erlendis eða jafnvel útbúa flöskuskeyti til að ferðast yfir heimshöfin.